Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Bíddu, bíddu, bíddu. Ég skil þetta nú ekki alveg!
27.9.2007 | 13:30
Í greininni segir: "Notkun jarðefnaeldsneytis er skattlögð í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda". Hvernig draga skattar úr mengun? Er hægt að setja skatta til að fá betra veður líka? Eða til að lækna kvef kannski? Ég skil ekki alveg þennan undramátt skatta allt í einu ...
ATH! Þið vitleysingarnir sem trúið því að fólk hætti að gera eitthvað vegna þess að það kosti meiri pening, hvernig hefur gengið að draga úr reykingum eða drykkju með endalausum aukningum á álögum á áfengi og tóbak? ÞETTA VIRKAR EKKI.
Ef það á að fá fólk til þess að nota frekar svokölluð vistvæn ökutæki, þá þarf að vera að minnsta kosti jafn einfalt og þægilegt að nota þau og venjulegan bensínbíl, helst bæði einfaldara og þægilegra.
Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blogg um komment við blogg um frétt af bloggi um blogg um frétt
27.9.2007 | 10:40
Það er oft gert grín að því hvað fjölmiðlaheimurinn á Íslandi virðist sjálfhverfur. Enda oft hálf hjákátlegt hvað blaðamenn hér á landi virðast uppteknir af því sem er að gerast í þeirra stétt á hinum og þessum miðlinum, og eru endalaust að flytja okkur hinum fréttir af því hvaða blaðamaður var rekinn hér eða ráðinn þar, hvaða fréttamaður hætti á þessari stöð og byrjaði á hinni. Haldandi það að sauðsvartur almúginn hafi nokkurn minnsta áhuga á atvinnumálum blaðamanna.
En bloggheimurinn virðist engu skárri. Allavega miðað við þessa frétt, og svo sem margar aðrar álíka. Þá virðist alltaf reglulega rísa upp öldur á bloggheimum í kringum einhver mál þar sem menn fara að vísa þvers og kruss á milli blogga í hinum torræðna bloggheimi. Fólk, sem sumt hvert virðist eyða meiri tíma í "cyber" heimi bloggsins en þeim veraldlega, virðist seint þreytast á að blogga um hvað aðrir eru að blogga um. Eins og stóra Pálumálið meðal Eyjubloggara um daginn, svo ekki sé nú minnst á heilagan Lúkas, sem reis upp frá dauðum eftir að hafa verið pyntaður til dauðs í bloggheimum.
Mikil umræða á blogginu eftir ummæli Francisco um drykkjuþol Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hingað til einungis til í teiknimyndaformi segiru ..?
27.9.2007 | 09:34
Margar vilja vera Wonder Woman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt á misskilningi byggt
20.9.2007 | 17:18
Eða ... það hlýtur eiginlega að vera. Ef að Móri ræfillinn var hvorki rekinn, né að hann hafi hætt sjálfur, þá hlýtur hann ennþá að vera í vinnu þarna. Nema þetta sé eitthvað eins og með Magga Pele á sínum tíma. Bogi greyið var víst búinn að gera ítrekaðar tilraunir til þess að reka Magga úr FES-inu, en hann hætti aldrei. Bogi var meira að segja búinn að reyna að fá aðra undirmenn sína til þess að reka hann. En allt kom fyrir ekki, alltaf mæti Maggi aftur. Hann bara var ekki á því að hætta. Allt þar til hann var látinn moka snjó í holurnar sem mynduðust í innkeyrsluna sunnan FES-ins einn veturinn eftir duglega snjókomu. Þá loxins náði Maggi ræfillinn Pele skilaboðunum.
Og fyrst að maður er farinn að segja uppsagnar tengdar sögur af gömlum Eyjamönnum ... Var það ekki Rútur Snorra sem gerði einhvern fjárann af sér í vinnunni einn föstudaginn? Þá rauk yfirmaðurinn öskuillur að honum og tilkynnti honum það með miklum reiðitón að hann skyldi sko ekkert vera að hafa áhyggjur af því að mæta í vinnu til sín aftur á mánudaginn. Rútur var alveg himinlifandi með að fá þriggja daga helgi, og mætti úthvíldur, brosandi út að eyrum á þriðjudeginum.
Chelsea: Mourinho var ekki rekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru þeir virkilega að átta sig á þessu fyrst núna
20.9.2007 | 13:10
Það koma alltaf nokkrar skútur á hverju sumri í höfnina heima í Eyjum hvaðan æva úr heiminum og stoppa mislengi við. Mér hefur sýnst þetta fólk bara hafa getað rölt sér upp úr sínum skútum og vappað um bæinn, án þess að spyrja hvorki kóng né prest. Hef einmitt spáð í það hvort þannig þenkjandi einstaklingum reyndist ekki auðvelt að smygla einhverju með sér.
Það var greinilega, og sem betur fer, ekki svo auðvelt í þetta skiptið. En maður kemst samt ekki hjá því að hugsa með sér þegar maður les þetta: Fyrst að þeim tókst að stöðva þessa sendingu, hvað hafa þá margar aðrar náð í gegn áður?
Opin leið milli Evrópu og Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smæð landsins
18.9.2007 | 08:50
Myndi það gerast í einhverju öðru ríki að það væri embættisverk hjá forsetanum að fylla á bíl? Sæjuð þið annað hvort Angelu Merkel eða Gordon Brown fyrir ykkur skælbrosandi á bensínstöð (lesist orkustöð) að dæla á bíl frammi fyrir skara af flissandi blaðamönnum?
Ísland, best í heimi !!
Heyra bensínstöðvar brátt sögunni til? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Voru það nokkuð þessir ..?
14.9.2007 | 10:22
Hér er mynd sem náðist af Bjarnabófunum þegar lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim á fimmtudeginum á Þjóðhátíð fyrir rétt rúmum tveimur árum. Ekkert hefur spurst til þeirra félaga síðan, eða þar til nú þegar tveir þeirra voru gómaðir af lögreglunni eftir að hafa beitt fyrir sig leikfangabyssum við bankarán í Danaveldi. En eins og glögglega má sjá á þessari mynd hefur þeim félögum löngum þótt sopinn góður, og ef eitthvað er að marka meðfylgjandi frétt, þá hefur ekkert breyst í þeim efnum.
Tveir Bjarnar í steininum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfsbremsandi bíll eitthvað nýtt?
13.9.2007 | 17:12
Það er nú svolítið síðan að ég sá Top Gear þáttinn þar sem verið var að kynna nýjustu týpuna af Mercedes S-class týpuna en sú týpa er einmitt þekkt fyrir að koma með allra nýjustu tækni í bílana sína... eitthvað sem enginn telur að sé raunhæft en verður svo staðalbúnaður eftir nokkur ár...3 punkta sætisbelti, loftpúðar og guð má vita hvað... allt kemur þetta frá S-class fyrst.. Svo það er hálf aumkunarvert að eigna Volvo þetta tækniundur... hendi hérna með klippunni með Clarckson og S-class
Svo er nú frekar fyndið að lesa um sjálfsbremsandi bíl á sama tíma þegar verið er að þróa áfengismæli sem kemur í veg fyrir að hægt sé að starta bílnum sé maður of drukkinn... meina þú getur ekki keyrt á neitt hvort sem er... hehe
Volvo-bílar hafa vit fyrir ökumönnum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara jákvætt
12.9.2007 | 08:45
Það er bara jákvætt að einhver sé tilbúinn til þess að tala í aðra átt en þessi fjölmiðlasirkús sem hefur farið af stað í kringum þennan ímyndaða miðbæjarvanda. Að einhver jafn háttsettur og Geir Jón skuli neita að taka þátt í þessari hysteríu og segja að það að breyta Íslandi í lögregluríki sé ekki rétta leiðin til þess að losna við stríðsástandið úr miðbænum, sem miðaldra karlar og kerlingar í Grafarvoginum hafa talið sér trú um að sé þar við lýði, vegna þess að þau hafi heyrt af tveimur líkamsárásum á innan við mánuði.
Ég er ekki trúaður maður, en tel það samt vera mun skárri kost að það labbi einhver heittrúaður aðili upp að mér, þegar ég að að ráfa ölvaður um miðborgina, og reyni að sannfæri mig um ágæti þess að fela líf mitt í hendur Ésú. Heldur en að ég verði snúinn niður af þrautþjálfuðum sérsveitarmanni fyrir að fleygja bjórdós á götuna sem er öruggt að verði horfina þaðan, og ofaní pokann hjá einhverjum sem nælir sér í nokkra þúsundkalla um helgar með að tína dósir, þegar dauðskelft úthverfafólkið mætir á laugarveginn morguninn eftir.
Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísbending um að blaðamenn mbl.is séu EKKI gáfaðri en apar
10.9.2007 | 08:51
Enn á ný gera blaðamenn mbl.is sig seka um að fjalla á barnalegan og óupplýstan hátt niðurstöður vísinda rannsókna. Snúið er út úr fréttinni til þess að fá sem mest krassandi fyrirsögn, þó fyrirsögnin tengist í rauninni ekkert því sem verið var að rannsaka. Hingað til var sú hugmynd uppi innan félagsvísindanna að afkvæmi manna og greindustu apa þroskist eins upp að ákveðnum aldri, en eftir það taki manns afkvæmin stórt stökk fram á við í þroska, og skilji apa afkvæmin eftir. Þessi rannsókn sýndi hinsvegar fram á að fyrr skyldi á milli barna og apa en áður var talið.
En blaðamönnum mbl er svo sem vorkunn, það virðist enginn metnaður vera í fréttaflutningi af vísindarannsóknum í íslenskum fjölmiðlum, hvorki hjá þeim né annarstaðar. Þessi frétt er að öllum líkindum þýdd beint upp af erlendum fréttavef, án þess að blaðamaðurinn hafi gefið sér nokkurn tíma til að kynna sér málið neitt frekar sjálfur. Sem er annað sem einkennir mbl.is full oft.
Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)